sunnudagur, 30. nóvember 2008

Búinn!

Vonandi verður fleiri en þessum sem hafa gert í sig við Austurvöll gert að þrífa upp eftir sig sjálfir.

En hver mun húsvenja þau? Og hvenær?

mánudagur, 24. nóvember 2008

Typecast

Atvinnutækifæri fyrir fyrrverandi miðlara, spákaupmenn og fjárplógsmenn?

Þurfa ekki einu sinni að koma sér í karakter.

laugardagur, 22. nóvember 2008

Kleppan

Einu sinni var íslensk útrás sem fór fram í útlöndum.

Nú á hún sér stað á Austurvelli á laugardögum.

mánudagur, 17. nóvember 2008

Tíu litlir bankastrákar - vergjarnar hugmyndir

Hugmyndir eru ekki við eina fjölina felldar.

Nú hefur sama hugmynd tekið mig og geðþekkan drátthagan rithöfund á löpp, eftir því sem ég kemst næst í fjölmiðlum.

Ávöxturinn með mínu nefi er hér, kvæðið Tíu litlir bankastrákar - barnagæla handa brenndri þjóð á heimasíðu Tímarits máls og menningar.

Sjá nánari greinargerð um tilurðina þar...

miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Farhandverkamenn

Jibbí, vinna!

Og á sama tíma lævís leið til að innlima tjallann í hið hánorræna genamengi.

Makleg málagjöld eftir framkomuna undanfarið!

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Og sjá...

Fréttir hafa borist af áreiti og fordómum gegn Íslendingum í Bretlandi og Danmörku.

Í því ljósi má spyrja hvort ofsóknirnar séu komnar á annað plan? Eru önnur öfl komin í spilið en bara búðarlokur, landamæraverðir og pulsusalar?

Og nú beinist reiðin ekki bara að fólkinu heldur líka ferfætlingum, þjóðartáknum og stolti okkar. Fram eru komin níðingsleg tilbrigði við fánabrennur og matvælasniðgöngu.

Ég fer þá fyrst að skjálfa ef Hann hefur snúist gegn okkur.

Efast annars nokkur um að það hafi ekki sviðnað svo mikið sem hár í faxi Gråne gamla í gerðinu við hliðina?