Takk þeir sem litu inn og lásu. Líka þeir sem skildu eftir sig athugasemdir í gestabókinni. Og þeir sem létu orðið berast á einn eða annan hátt. Netið er öflugra gjallarhorn en ég bjóst við. Miðað við viðbrögðin, hér og annars staðar, stendur það ekki svo langt að baki hliðrænni birtingu, svona alla vega fyrir þá sem staddir eru nógu langt hérna megin við helga steininn.
Það er kannski augljóst að ég bjó til síðuna, sem er frekar berangursleg enn sem komið er, til þess að birta greinina hér fyrir neðan. En ég hugsa mér nú að lauma einhverju hér inn við og við, kannski að lágmarki vikulega. Treysti mér hins vegar ekki til að ábyrgjast að vera mjög virkur, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Sígandi lukka o.s.frv. Hér verða a.m.k. ábyggilega ekki bornar á borð nákvæmar skýrslur um daglegar ferðir mínar og smæstu athafnir í dagbókarstíl. Þegar mér verður mál - mikið eða lítið - þá verður þessi síða kannski óeiginleg korktafla fyrir hitt og þetta. Eða grátmúr. Eða sála-sófi.
Nei, líklega ekki sála-sófi.
Þannig að: kannski verður ekki alltaf heitt á könnunni. En kofinn verður vonandi ekki alltaf tómur.
Ef einhver hefur áhuga má alltaf guða á gluggann...
Það er kannski augljóst að ég bjó til síðuna, sem er frekar berangursleg enn sem komið er, til þess að birta greinina hér fyrir neðan. En ég hugsa mér nú að lauma einhverju hér inn við og við, kannski að lágmarki vikulega. Treysti mér hins vegar ekki til að ábyrgjast að vera mjög virkur, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Sígandi lukka o.s.frv. Hér verða a.m.k. ábyggilega ekki bornar á borð nákvæmar skýrslur um daglegar ferðir mínar og smæstu athafnir í dagbókarstíl. Þegar mér verður mál - mikið eða lítið - þá verður þessi síða kannski óeiginleg korktafla fyrir hitt og þetta. Eða grátmúr. Eða sála-sófi.
Nei, líklega ekki sála-sófi.
Þannig að: kannski verður ekki alltaf heitt á könnunni. En kofinn verður vonandi ekki alltaf tómur.
Ef einhver hefur áhuga má alltaf guða á gluggann...
2 ummæli:
Megi þér liggja mikið á hjarta sem oftast.
Ég sendi þér hliðræna baráttukveðju.
Skrifa ummæli