þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Og sjá...

Fréttir hafa borist af áreiti og fordómum gegn Íslendingum í Bretlandi og Danmörku.

Í því ljósi má spyrja hvort ofsóknirnar séu komnar á annað plan? Eru önnur öfl komin í spilið en bara búðarlokur, landamæraverðir og pulsusalar?

Og nú beinist reiðin ekki bara að fólkinu heldur líka ferfætlingum, þjóðartáknum og stolti okkar. Fram eru komin níðingsleg tilbrigði við fánabrennur og matvælasniðgöngu.

Ég fer þá fyrst að skjálfa ef Hann hefur snúist gegn okkur.

Efast annars nokkur um að það hafi ekki sviðnað svo mikið sem hár í faxi Gråne gamla í gerðinu við hliðina?

Engin ummæli: