Hugmyndir eru ekki við eina fjölina felldar.
Nú hefur sama hugmynd tekið mig og geðþekkan drátthagan rithöfund á löpp, eftir því sem ég kemst næst í fjölmiðlum.
Ávöxturinn með mínu nefi er hér, kvæðið Tíu litlir bankastrákar - barnagæla handa brenndri þjóð á heimasíðu Tímarits máls og menningar.
Sjá nánari greinargerð um tilurðina þar...
mánudagur, 17. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sæll
Já, það er greinilegt að sama hugmyndin getur kviknað á sama tíma á sama stað. Reyndar hefur þin hugmynd kviknað ögn fyrr, svo ég var heppinn. Hefði ég vitað af vísunum þínum, þá hefði ég að sjálfsögðu aldrei gert mínar.
En gaman að sjá hversu ólíkt þetta er hjá okkur, en að báðir völdum við samt rímorðið "Rex" í einni vísunni. Líka frekar augljóst í ljósi efniviðsins.
Með kveðju,
Óttar M. Norðfjörð
Vel gert að halda kvæðadrögunum leyndum Finnur, fyrst Óttar hefði ekki samið sínar vísur hefði hann vitað af þeim.
"The fact that two totally separate entities came up with the same idea [...] certainly suggests that the idea had some element of obviousness to it, and was the general progression in the space."
Spurningin er bara hvor ykkar sé Alfred Russel Wallace.
Hæ Óttar.
Þessi tenging náttúrlega "var þarna", fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af að fabúlera um svona lagað, með sjálfum sér eða upphátt. Það er hópur sem við tilheyrum greinilega báðir. Við tókum það upp, sjálfstætt og sitt í hvoru lagi og hvor á sinn hátt býst ég við. Ekkert nema gott um það að segja. Bara gaman að sjá mismunandi efnistök á sama efnivið eða formi. Ég hlakka svo til að sjá myndasöguna þína. Hún hefur ekki enn birst, eða hvað? Og já: Rex var augljóst rímorð við sex. Mig langaði að koma inn í þetta bindi á haus en fann ekki leið. Held í þá von að myndskreyting þín við þá vísu feli það í sér.
Svo auðvitað bíður maður spenntur eftir þriðja bindinu af Hannesi. Ég er mikið að spekúlera hver undirtitillinn verður í þetta sinn...
Halli: (Ég þurfi að fletta ARW upp á netinu - sem auðvitað sannar á skemmtilegan hátt það sem þú segir. Kjút!)
Ætli við Óttar séum ekki báðir ARW. Nema við séum Hannes Hólmsteinn...
Teiknimyndasagan er nýkomin í búðir, þar geturðu séð myndirnar sem fylgja vísunum, þær styðja oft textann eða bæta einhverju við sem mér tókst ekki að segja í vísunum.
Og Hannes III er komin út, en ég er ekkert að fara hátt með það, enda brandarinn kannski orðin svolítið útþynntur. En undirtitillinn í þetta sinn er "Hver er orginal?", þ.e. hið glæsilega lag Sálarinnar.
kv. óttar
Ach, so! Sótt í smiðju þjóðskáldanna, vel við hæfi, fellur eins og flís við rass.
Skrifa ummæli