[Frímann - framhaldssaga, 1. hluti. Sjá nánar formála í færslu dags. 5.1.2009.]
I.
Frímann vaknaði morgun einn með stöðugt og áleitið suð í ungum kollinum. Það hófst og hneig sitt á hvað og hljómaði holt og fjarlægt, líkt og hafið í sjóreknum kókbelg. Hann hristi höfuðið, hélt fyrir eyrun, þrýsti og danglaði á þau en tókst ekki að losna við hljóðið. Hann kyngdi stórum, stóð á haus og drakk á hvolfi, framkallaði ákafa geispa og drynjandi ropa, tyggði jórturleður og reyndi í stuttu máli öll húsráð og kerlingabækur sem hann kunni - og skeytti engu þó sum væru ætluð við allt öðrum kvillum. En það var með hálfum huga. Hann vissi innst inni að það var allt til einskis. Þetta var engin hella eða neitt slíkt. Og suðið fór bara vaxandi. Von bráðar hafði það magnast í frumskóg af blýöntum, krafsandi í kór sömu skrjáfandi spurninguna, aftur og aftur, fastar og fastar. Frímann gafst loks upp á að reyna losna undan eða hunsa þessa spurningu. Hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann stóð frammi fyrir erfiðu vali sem gat ekki lengur skotið sér undan. Unglingsárin voru brátt að baki og hann varð að taka ákvörðun um hvað hann hygðist gera í framtíðinni, hvað hann vildi leggja fyrir sig.
Hann hafði lengi brotið heilann um þetta en án árangurs. Vangaveltur hans skiluðu honum engu nema óljósum grun eða tilfinningu sem hann átti erfitt með að festa hendur á en var einhvern veginn svona: enda þótt hann væri nokkuð viss um það hvað hann vildi helst (og hvað hann vildi helst ekki), hafði hann á tilfinningunni að ákvörðunin sem hann stóð frammi fyrir væri flóknari en svo að þetta eitt gæti ráðið úrslitum. Hvað olli því gat hann hins vegar ekki áttað sig á. Að minnsta kosti gat hann ekki með góðu móti sett það skýrt niður fyrir sér, eins og hið þvælda og óljósa orðalag sem ráðgáta hans tók á sig í huga hans bar vissulega með sér. Við þetta lét Frímann þó ekki hugfallast. Hann vissi nefnilega að hann átti hauk í horni þar sem var kennimaður nokkur og hugsuður er hafðist við skammt frá þar sem Frímann bjó, S að nafni.
Enginn vissi hvað maðurinn hét í raun og veru en allir kölluðu hann einfaldlega S. Hvernig nafnið kom til - hvort það var fyrsti stafurinn í nafninu hans, ættarnafninu eða eitthvað annað - var ekki vitað en þetta nafn eða tákn hafði komist á flot þegar vísað var til hans. Og þar sem allir verða nú að heita eitthvað og annað var ekki í boði hafði það festst við hann.
S var aðkomumaður þar um slóðir. Hann hafði tekið sér bólfestu þar rúmlega hálfum öðrum áratug fyrr, eða um það leyti sem Frímann fæddist. Ekki var vitað hvaðan hann kom nema að hann hafði flust á þetta svæði einhvers staðar að vestan. S hafði alla tíð haldið sér mjög til hlés og fáir eða enginn af almenningi þekkti hann í sjón, hvað þá meira. Hlédrægni hans var þó ekki takmarkalaus því þrátt fyrir hana var talið víst að hann hefði eignast hóp af fáum en traustum trúnaðarvinum á svæðinu. Lítið var um samband hans við þá vitað, þar á meðal hvorki nákvæmlega hverjir þeir voru né hversu margir. En áhrif S á svæðinu höfðu með tímanum sannarlega orðið mikil þrátt fyrir það að um persónu hans væri almennt ekkert vitað.
Sú virðing, og allt að því lotning, sem smám saman hafði farið að tengjast S kom einkum til af því hvernig hinum fámenna hópi lagsmanna hans hafði vegnað allt frá því hann birtist á svæðinu. Velgengni fyrirtækja þeirra, framkvæmda og, ekki síst, stjórnmálastarfs var undraverð. Allt sem þeir tóku sér fyrir hendur blómstraði svo að eftir var tekið, einkum vegna þess að almennt var ástandið mjög á hinn veginn hjá öðrum á þessu svæði. Fólk lagði saman tvo og tvo og fékk út að velgengni þeirra hlyti fyrst og fremst að stafa af þeirri náð að vera í kunningsskap við S. Enda var ekki til þess vitað að nokkur þeirra hefði gert neinar rósir í viðskipta- eða stjórnmálalífi áður en S kom til sögunnar – nema síður væri. Enginn vissi þó til þess að S kæmi nokkurs staðar nálægt með beinum hætti og því lá beinast við að halda að ráð hans og annað fulltingi eitt og sér skiluðu lagsmönnum hans svo skjótum og góðum ábata. Þar að auki störfuðu flestir þeirra sitt í hverju lagi og alls ekki á sömu sviðum í þjóðfélaginu, svo ekki gat verið um það að ræða að aðstoð S, hver sem hún annars var, væri einungis á þröngu sérsviði. Með tímanum varð þessi tilgáta fólks að viðteknum sannindum. Það gekk svo langt að yfirleitt var talið öruggt merki um að einhver hefði verið tekinn inn í þennan óopinbera hóp ef sá hinn sami naut velgengni, sérstaklega ef annað hafði áður verið uppi á teningnum.
Sagt var að S hefði, þrátt fyrir hlédrægnina, tekið þeim vel sem leituðu til hans og leiðbeint og leyst úr spurningum margra sem glímt höfðu við ámóta vandkvæði og Frímann nú. Frímann grunaði reyndar að næstum enginn gæti komist hjá að velta fyrir sér ámóta spurningum á einhverju stigi ævinnar. Hann renndi einnig í grun að sá tímapunktur kæmi iðulega fyrr og með mun afdráttarlausari hætti hjá fólki í hans heimahögum en víða annars staðar. Fólkið sem leitað hafði til S var sagt að hefði hlotið talsverða bót sinna mála og stundum mikla gæfu og frama. Fæst eða ekkert af því var reyndar sjálft til frásagnar þar um. Að misjöfnum tíma liðnum eftir að hafa ráðfært sig við S hafði það nær undantekningarlaust farið burt, að sagt var haldið út í heim til að freista gæfunnar. Brottför þess var iðulega með fulltingi eða milligöngu einhvers úr hirð S. Enginn vissi hvert en af fólki þessu bárust af og til fregnir um velmegun og hagsæld í fjarlægum löndum. Þessar fregnir voru yfirleitt loðnar, alltaf óstaðfestar og bárust eftir krókaleiðum. Ómögulegt var að rekja þær en ef það var á annað borð reynt reyndust flestar enda einhvers staðar í námunda við hirðmenn S. Þeir sem heima sátu áttu hins vegar flestir auðvelt með að skilja, eða að minnsta kosti skýra, tíðindaleysið: hver gat áfellst þann sem fann fræið fyrir að vilja sitja einn að brauðinu?
Eitt var víst: Enginn hafði enn snúið aftur til baka. Eða eins og algengara var að fólk orðaði það: enginn hafði komið heim með skottið á milli lappanna. Bent hafði verið á að sú staðreynd sannaði ekkert eitt og sér og gæti jafnvel verið tvíbent sönnunargagn, eins og gefur að skilja. Manna á milli var þetta þó frekar en ekki talið staðfesta þær stopulu fregnir sem bárust af velgengni fólksins úti í heimi. Þegar allt kom til alls voru tveir möguleikar í stöðunni, sagði fólkið heima við sjálft sig og hvort annað ef slíkt barst á annað borð í tal, sem var sjaldan: Annað hvort hafði þessu fólki mistekist eða því hafði gengið vel. Ef því hafði mistekist voru hæg heimatökin að snúa aftur og líklega eina úrræði þess hvort eð var. Hverjum fannst ekki skömmin skárri en sultur og skortur? Ef því hafði hins vegar gengið vel var einfaldlega engin ástæða til að snúa heim.
Þessi röksemdafærsla þótti jafn sannfærandi og hún var einföld. Sannfæringarkraftur hennar virtist reyndar vaxa í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem ræddu saman hverju sinni og það hversu oft hún var endurtekin. Fyrst enginn hafði komið aftur hlutu allir að vera meira eða minna á grænni grein, eða hvað? Eða næstum allir, því auðvitað varð að gera ráð fyrir þess háttar hversdagsógæfu sem alls staðar, heima og heiman, gat hrifsað fólk til sín. Slys, ofbeldisglæpir, hamfarir, dóp, drykkjuskapur og annað ámóta voru vissulega óyndislegir hlutir en jafnóumflýjanlegir í mannlegu samfélagi fyrir því: tilviljunarkennd kviksyndi tilverunnar. Vissulega sorgleg örlög en gátu tæplega uppskorið meiri viðbrögð en axlayppingu og bókhaldaralegan svip sem sagði selaví - svona er lífið.
Frímann var sjálfur óviss um það hvað hann ætti að halda um fólkið sem hafði farið og afdrif þess. Hann var kannski hvort tveggja í senn, dálítið gagnrýnni í hugsun (sumir sögðu tortryggnari) og dálítið betur gefinn (sumir sögðu hrokafyllri) en margir í kringum hann. Hver þessara lyndiseinkunna hafði verið notuð um hann, í öllum hugsanlegum samsetningum og í ýmsum tilgangi. Frímann hafði auðvitað orðið var við það og með tímanum hafði þetta gert að verkum að hann var stundum ekki viss hvort hann gæti treyst alfarið á eigið hyggjuvit. Sérstaklega ekki þegar kom að jafnmikilvægum spurningum og hann stóð nú frammi fyrir.
Loks afréð Frímann að gera eins og svo margir á undan honum, að leggja mál sín fyrir S og spyrja hann ráða. Það gat ekki sakað, hann hlaut að ákveða sjálfur hvort hann færi eftir ráðunum eða léti þau sem vind um eyru þjóta.
Hann S getur örugglega hjálpað mér að ákveða mig. Ráð hans virðast hafa reynst svo mörgum öðrum leiðarvísir hingað til, hugsaði Frímann og hélt á fund S.
Hann hafði lengi brotið heilann um þetta en án árangurs. Vangaveltur hans skiluðu honum engu nema óljósum grun eða tilfinningu sem hann átti erfitt með að festa hendur á en var einhvern veginn svona: enda þótt hann væri nokkuð viss um það hvað hann vildi helst (og hvað hann vildi helst ekki), hafði hann á tilfinningunni að ákvörðunin sem hann stóð frammi fyrir væri flóknari en svo að þetta eitt gæti ráðið úrslitum. Hvað olli því gat hann hins vegar ekki áttað sig á. Að minnsta kosti gat hann ekki með góðu móti sett það skýrt niður fyrir sér, eins og hið þvælda og óljósa orðalag sem ráðgáta hans tók á sig í huga hans bar vissulega með sér. Við þetta lét Frímann þó ekki hugfallast. Hann vissi nefnilega að hann átti hauk í horni þar sem var kennimaður nokkur og hugsuður er hafðist við skammt frá þar sem Frímann bjó, S að nafni.
Enginn vissi hvað maðurinn hét í raun og veru en allir kölluðu hann einfaldlega S. Hvernig nafnið kom til - hvort það var fyrsti stafurinn í nafninu hans, ættarnafninu eða eitthvað annað - var ekki vitað en þetta nafn eða tákn hafði komist á flot þegar vísað var til hans. Og þar sem allir verða nú að heita eitthvað og annað var ekki í boði hafði það festst við hann.
S var aðkomumaður þar um slóðir. Hann hafði tekið sér bólfestu þar rúmlega hálfum öðrum áratug fyrr, eða um það leyti sem Frímann fæddist. Ekki var vitað hvaðan hann kom nema að hann hafði flust á þetta svæði einhvers staðar að vestan. S hafði alla tíð haldið sér mjög til hlés og fáir eða enginn af almenningi þekkti hann í sjón, hvað þá meira. Hlédrægni hans var þó ekki takmarkalaus því þrátt fyrir hana var talið víst að hann hefði eignast hóp af fáum en traustum trúnaðarvinum á svæðinu. Lítið var um samband hans við þá vitað, þar á meðal hvorki nákvæmlega hverjir þeir voru né hversu margir. En áhrif S á svæðinu höfðu með tímanum sannarlega orðið mikil þrátt fyrir það að um persónu hans væri almennt ekkert vitað.
Sú virðing, og allt að því lotning, sem smám saman hafði farið að tengjast S kom einkum til af því hvernig hinum fámenna hópi lagsmanna hans hafði vegnað allt frá því hann birtist á svæðinu. Velgengni fyrirtækja þeirra, framkvæmda og, ekki síst, stjórnmálastarfs var undraverð. Allt sem þeir tóku sér fyrir hendur blómstraði svo að eftir var tekið, einkum vegna þess að almennt var ástandið mjög á hinn veginn hjá öðrum á þessu svæði. Fólk lagði saman tvo og tvo og fékk út að velgengni þeirra hlyti fyrst og fremst að stafa af þeirri náð að vera í kunningsskap við S. Enda var ekki til þess vitað að nokkur þeirra hefði gert neinar rósir í viðskipta- eða stjórnmálalífi áður en S kom til sögunnar – nema síður væri. Enginn vissi þó til þess að S kæmi nokkurs staðar nálægt með beinum hætti og því lá beinast við að halda að ráð hans og annað fulltingi eitt og sér skiluðu lagsmönnum hans svo skjótum og góðum ábata. Þar að auki störfuðu flestir þeirra sitt í hverju lagi og alls ekki á sömu sviðum í þjóðfélaginu, svo ekki gat verið um það að ræða að aðstoð S, hver sem hún annars var, væri einungis á þröngu sérsviði. Með tímanum varð þessi tilgáta fólks að viðteknum sannindum. Það gekk svo langt að yfirleitt var talið öruggt merki um að einhver hefði verið tekinn inn í þennan óopinbera hóp ef sá hinn sami naut velgengni, sérstaklega ef annað hafði áður verið uppi á teningnum.
Sagt var að S hefði, þrátt fyrir hlédrægnina, tekið þeim vel sem leituðu til hans og leiðbeint og leyst úr spurningum margra sem glímt höfðu við ámóta vandkvæði og Frímann nú. Frímann grunaði reyndar að næstum enginn gæti komist hjá að velta fyrir sér ámóta spurningum á einhverju stigi ævinnar. Hann renndi einnig í grun að sá tímapunktur kæmi iðulega fyrr og með mun afdráttarlausari hætti hjá fólki í hans heimahögum en víða annars staðar. Fólkið sem leitað hafði til S var sagt að hefði hlotið talsverða bót sinna mála og stundum mikla gæfu og frama. Fæst eða ekkert af því var reyndar sjálft til frásagnar þar um. Að misjöfnum tíma liðnum eftir að hafa ráðfært sig við S hafði það nær undantekningarlaust farið burt, að sagt var haldið út í heim til að freista gæfunnar. Brottför þess var iðulega með fulltingi eða milligöngu einhvers úr hirð S. Enginn vissi hvert en af fólki þessu bárust af og til fregnir um velmegun og hagsæld í fjarlægum löndum. Þessar fregnir voru yfirleitt loðnar, alltaf óstaðfestar og bárust eftir krókaleiðum. Ómögulegt var að rekja þær en ef það var á annað borð reynt reyndust flestar enda einhvers staðar í námunda við hirðmenn S. Þeir sem heima sátu áttu hins vegar flestir auðvelt með að skilja, eða að minnsta kosti skýra, tíðindaleysið: hver gat áfellst þann sem fann fræið fyrir að vilja sitja einn að brauðinu?
Eitt var víst: Enginn hafði enn snúið aftur til baka. Eða eins og algengara var að fólk orðaði það: enginn hafði komið heim með skottið á milli lappanna. Bent hafði verið á að sú staðreynd sannaði ekkert eitt og sér og gæti jafnvel verið tvíbent sönnunargagn, eins og gefur að skilja. Manna á milli var þetta þó frekar en ekki talið staðfesta þær stopulu fregnir sem bárust af velgengni fólksins úti í heimi. Þegar allt kom til alls voru tveir möguleikar í stöðunni, sagði fólkið heima við sjálft sig og hvort annað ef slíkt barst á annað borð í tal, sem var sjaldan: Annað hvort hafði þessu fólki mistekist eða því hafði gengið vel. Ef því hafði mistekist voru hæg heimatökin að snúa aftur og líklega eina úrræði þess hvort eð var. Hverjum fannst ekki skömmin skárri en sultur og skortur? Ef því hafði hins vegar gengið vel var einfaldlega engin ástæða til að snúa heim.
Þessi röksemdafærsla þótti jafn sannfærandi og hún var einföld. Sannfæringarkraftur hennar virtist reyndar vaxa í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem ræddu saman hverju sinni og það hversu oft hún var endurtekin. Fyrst enginn hafði komið aftur hlutu allir að vera meira eða minna á grænni grein, eða hvað? Eða næstum allir, því auðvitað varð að gera ráð fyrir þess háttar hversdagsógæfu sem alls staðar, heima og heiman, gat hrifsað fólk til sín. Slys, ofbeldisglæpir, hamfarir, dóp, drykkjuskapur og annað ámóta voru vissulega óyndislegir hlutir en jafnóumflýjanlegir í mannlegu samfélagi fyrir því: tilviljunarkennd kviksyndi tilverunnar. Vissulega sorgleg örlög en gátu tæplega uppskorið meiri viðbrögð en axlayppingu og bókhaldaralegan svip sem sagði selaví - svona er lífið.
Frímann var sjálfur óviss um það hvað hann ætti að halda um fólkið sem hafði farið og afdrif þess. Hann var kannski hvort tveggja í senn, dálítið gagnrýnni í hugsun (sumir sögðu tortryggnari) og dálítið betur gefinn (sumir sögðu hrokafyllri) en margir í kringum hann. Hver þessara lyndiseinkunna hafði verið notuð um hann, í öllum hugsanlegum samsetningum og í ýmsum tilgangi. Frímann hafði auðvitað orðið var við það og með tímanum hafði þetta gert að verkum að hann var stundum ekki viss hvort hann gæti treyst alfarið á eigið hyggjuvit. Sérstaklega ekki þegar kom að jafnmikilvægum spurningum og hann stóð nú frammi fyrir.
Loks afréð Frímann að gera eins og svo margir á undan honum, að leggja mál sín fyrir S og spyrja hann ráða. Það gat ekki sakað, hann hlaut að ákveða sjálfur hvort hann færi eftir ráðunum eða léti þau sem vind um eyru þjóta.
Hann S getur örugglega hjálpað mér að ákveða mig. Ráð hans virðast hafa reynst svo mörgum öðrum leiðarvísir hingað til, hugsaði Frímann og hélt á fund S.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli