mánudagur, 31. mars 2008

Orðakleppur IV - Undir árás

Fyrirsögnin á forystugrein Fréttablaðsins í dag er: Undir árás. Hún fjallar um grunsemdir manna um Soros-legt samkrull einhverra kaupahéðna gegn krónunni.

Ég veit eiginlega ekki hvar skal byrja með þetta - eða yfirhöfuð hvort segja þurfi meira. Ekki nema kannski það að er ekki laust við að maður sé í mikilli kvöl (sjá fyrri Orðaklepp) fyrir hönd tungunnar þegar svona er skrifað í víðlesnasta dagblað landsins.

Engin ummæli: