Orð dagsins eru vísa sem ég bögglaði saman í starfsmannaveislu Alþingis sem haldin var í gærkvöldi á Hótel Sögu. Þar mun vera löng hefð fyrir því að tala úr pontu í bundnu máli. Á mínu borði þótti ekki hægt að láta sitt eftir liggja. Borðfélagar mínir tjáðu mér að nýliðum væri, líkt og oft áður fyrr og síðar, ætlað að ganga fram fyrir skjöldu í áhættusömum verkefnum. Sem ég og gerði.
Fyrirsögnina á færslunni má hafa til nánari skýringar um efni vísunnar - ef þess þarf þá með.
En ég læt það eiga sig.
Fyrirsögnina á færslunni má hafa til nánari skýringar um efni vísunnar - ef þess þarf þá með.
Á Alþingi' eru' ötulir flokkarVísunni er hér með blygðunarlaust komið á stafrænt flot. Vegna þess að ég veit ekkert um lesendafjölda (eða -fæð) síðunnar - og hef reyndar hingað til kosið að varðveita það grandleysi mitt, eins og það væri orðað á lögfræðísku - dettur mér í hug að hér væri gráupplagt að setja fram margbrotna og langorða líkingu við flöskuskeyti.
ekkert smá bráðgerra
manna sem fyrir munn okkar
mæla Já, ráðherra!
En ég læt það eiga sig.
2 ummæli:
Tómið talar; skrifaðu meira! Það er fylgst með, þótt svo þú takir ekki eftir. Orð eru til alls fyrst - síðan koma verkin.
Í það minnsta tveir rugludallar sem lesa ;)
Skrifa ummæli