föstudagur, 11. apríl 2008

Bráðum kemur betri tíð með blogg í haga

Ég hef verið á miklu spani og þeytingi og ég veit ekki hvað.

Í gærkvöldi lauk nokkurra vikna allstífri törn með Óperukórnum í Reykjavík með bara býsna vel heppnaðri þátttöku í flutningi á Missa Solemnis með sinfoníunni í Háskólabíói.

Bloggið hefur setið kirfilega á hakanum á meðan enda er maður auðvitað bara einhamur sama hversu mikið kaffi maður lætur ofaní sig (sem ég geri reyndar í miklu hófi enda mun meiri te-maður, eins og kunnugir vita).

En þráðurinn er ekki langt undan og ég seilist aftur í hann von bráðar.

Þessa færslu má skoða sem ,,fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar"-gerðarinnar.

Engin ummæli: