mánudagur, 21. apríl 2008

Gítarveggir

Ég sá Hellvar spila í Kastljósinu áðan. Prýðileg hljónst. Þau reisa massíva gítarveggi ofaná tölvutrommutakti. Og Heiða er með flotta rödd. Ég fékk alls konar nostalgísk æsku- og unglingsáraendurlit úr öðrum áttum sem bónus við tónlistina þeirra sem slíka.

Ef vel tekst til er eitthvað dáleiðandi og angurvært - stundum angistarlegt - við vel hlaðna veggi úr rifnum gíturum. Margt verra til en að dvelja innan þeirra í dálitla stund.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll bróðir,

Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði það sama þú þegar ég horfði á fréttirnar. Það veit ekki á gott þegar tveir hópar sem eru sennilega jafn uppfullir af testósteróni og ofbeldishneigð þurfa að ræða málin og komast að skynsamlegri og friðsamlegri niðurstöðu. Þar mætir hart hörðu, sverðið sverðinu, steinninn steininum: frummaðurinn frummanninum. Ætli það séu ekki svipaðar manngerðir í dyravarða-, trukkabílstjóra- og löggumannastétt. Menn sem hugsa fyrst og fremst með upphandleggsvöðvunum. Þeir sem komast ekki í lögguna enda á því að gerast dyraverðir eða trukkabílstjórar. Þarna er stigsmunur á en ekki eðlismunur. Mér fannst fyndið og sorglegt þegar yfirmaður lögreglunnar sagði við fréttamennina að þeir ættu nú bara að bíða og sjá hvernig löggan myndi taka á trukkabílstjórunum. "Við látum verkin tala," sagði hann. Einn trukkabílstjórinn sagði svo, í samningaviðræðunum við lögguna: "Við erum tvöhundruð; við hökkum ykkur." Það var kostulegt að sjá þessi samskipti; þarna hitti skrattinn ömmu sína.