Mbl.is er með frétt um það að trukkurinn sem sló lögregluþjóninn um daginn hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Hann segist vera sleginn yfir þessu.
Maðurinn er skáld. Kannski freudískt skáld en skáld engu að síður. Jafnvel skáld af guðs náð.
Afgangurinn af yfirlýsingunni virðist staðfesta það.
Áður en maður hefur lesturinn býst maður við yfirbót.
Ekki þarf að lesa lengi til að sjá að þvert á móti er þetta bara yfirklór.
Í lokin verður ljóst að þetta er í raun hrein og klár yfirfærsla. Á allri ábyrgð og skömm vegna málsins. Það var allt í raun annað hvort öðrum eða öðru að kenna.
Þó hann segi það ekki með þeim orðum felst í þessu ekkert annað en það sem sumir aðrir hafa sagt eftir heimskupör: ég bara lenti í þessu.
Syndin bara féll í kjöltuna á honum. Og hvað gera menn í því?
Yfir!
laugardagur, 26. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli