sunnudagur, 27. apríl 2008

Að tala niður krónuna

Samviskuspurning:

Rétt upp hönd sá sem hefur talað um fimmkalla, tíkalla og hundraðkalla þegar hann hefur átt við þúsund sinnum hærri fjárhæðir?

Eða (nú bara spurning en engin samviska) heyrt aðra tala þannig?

Þetta er talsmáti sem iðulega hefur heyrst á fjármálafylleríinu - í kojum eða kauphöllum eftir atvikum - undanfarin ár.

Svo hafa spekúlantar talað um kúlur í gríð og erg og átt við milljónir. Hvað er kúla? Er hún ekki nokkurn veginn svona: 0.

Ætli karmalöggan eða [fyllið inn æðri máttarvöld] sé að hnykla vöðvana, hugsi sér að taka fólk á orðinu?

Engin ummæli: