Aðeins tilhugsunin um hina óskaplegu hugmynd um að setja á fót olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum hefur álíka áhrif á mig og það sem hugsa mætti sér sem móðir allra misheppnaðra krítarstroka á bónaða skólatöflu, ef fólk getur gert sér slík ósköp í hugarlund. Ég get alveg viðurkennt að þetta tekur einnig til tilfinninga minna í málinu.
(Guð og góðar vættir forði mér nú frá sjálfbirgingslegum og sjálfskipuðum rökfræðingum sem rjúka þar með upp og gefa mér umsvifalaust rauða spjaldið fyrir svokölluð ,,tilfinningarök". Sú flokkun er einhvers konar tilraun til að varpa rýrð á sum rök, gera þau ómerkari en önnur og afgreiða þau þannig með ódýrum hætti út af borðinu. En það er önnur Ella. Ég er svo sem alveg til í að ræða það einhvern tímann en þangað til leggst ég bara bljúgur á höggstokkinn og bið hlutaðeigandi að spara sig hvergi. Ég vil þá heldur bíða hel en vera memm með þeim.)
Svo ég útskýri aðeins nánar væri ég líklega sem Aðalvíkingur, ef hið óhugsandi gerðist, í þeirri stöðu að þurfa á sumrin að fylgjast með skipunum sigla fyrir víkina, nær eða fjær, koma undan Straumnesinu og hverfa fyrir Ritinn. Og kannski yrði á endanum ekki bara um sjónmengun að ræða. Ég þarf ekki að hnýta við ,,á þessu einstaka svæði". Það vita það allir sem þekkja til.
Það var fín umfjöllun, eða tilraun til umfjöllunar, um þetta í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sölvi sjónvarpsmaður og hverfisbróðir minn úr Laugarnesinu fær prik fyrir viðleitni til að spyrja nokkurra aðkallandi spurninga.
Til dæmis: er eðlilegt að það fáist bara einhverjir útúrsnúningar og almennir frasar sem segja ekki neitt þegar spurt er hver á bak við þessar meintu þreifingar? ,,Rússneskir og bandarískir kaupsýslumenn" er álíka skýrt og að segja að forsvarsmaður hins stórkostlega öfugnefnda fyrirtækis Íslensks hátækniðnaðar sé homo sapiens frá norðurhveli jarðar. Ég segi meintu þreifingar því að það er ekkert á borðinu með þetta enn í dag. Þrátt fyrir nokkurra mánaða umræðu. Ég vona að það sé til marks um það hversu mikil alvara er í raun á bak við þetta.
(Guð og góðar vættir forði mér nú frá sjálfbirgingslegum og sjálfskipuðum rökfræðingum sem rjúka þar með upp og gefa mér umsvifalaust rauða spjaldið fyrir svokölluð ,,tilfinningarök". Sú flokkun er einhvers konar tilraun til að varpa rýrð á sum rök, gera þau ómerkari en önnur og afgreiða þau þannig með ódýrum hætti út af borðinu. En það er önnur Ella. Ég er svo sem alveg til í að ræða það einhvern tímann en þangað til leggst ég bara bljúgur á höggstokkinn og bið hlutaðeigandi að spara sig hvergi. Ég vil þá heldur bíða hel en vera memm með þeim.)
Svo ég útskýri aðeins nánar væri ég líklega sem Aðalvíkingur, ef hið óhugsandi gerðist, í þeirri stöðu að þurfa á sumrin að fylgjast með skipunum sigla fyrir víkina, nær eða fjær, koma undan Straumnesinu og hverfa fyrir Ritinn. Og kannski yrði á endanum ekki bara um sjónmengun að ræða. Ég þarf ekki að hnýta við ,,á þessu einstaka svæði". Það vita það allir sem þekkja til.
Það var fín umfjöllun, eða tilraun til umfjöllunar, um þetta í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sölvi sjónvarpsmaður og hverfisbróðir minn úr Laugarnesinu fær prik fyrir viðleitni til að spyrja nokkurra aðkallandi spurninga.
Til dæmis: er eðlilegt að það fáist bara einhverjir útúrsnúningar og almennir frasar sem segja ekki neitt þegar spurt er hver á bak við þessar meintu þreifingar? ,,Rússneskir og bandarískir kaupsýslumenn" er álíka skýrt og að segja að forsvarsmaður hins stórkostlega öfugnefnda fyrirtækis Íslensks hátækniðnaðar sé homo sapiens frá norðurhveli jarðar. Ég segi meintu þreifingar því að það er ekkert á borðinu með þetta enn í dag. Þrátt fyrir nokkurra mánaða umræðu. Ég vona að það sé til marks um það hversu mikil alvara er í raun á bak við þetta.
En það er ábyrgðarhluti - eins og stjórnmálamönnum finnst gaman að segja - að halda einhverri leynd yfir þessu og hafa ekki spilin á borðinu. Málið er þess eðlis að þetta kemur öllum við. Afsakiði meðan ég æli ef menn bera við einhverjum viðskiptahagsmunum. Það er orðið þreyttara skálkaskjól en sérverkefnin fyrir menn sem þarf að fjarlægja hægt og hljótt úr opinberu starfi ASAP. Eins og það sé massíf samkeppni meðal þeirra sem eru að reyna að pimpa út þessari stöð annars vegar eða hins vegar meðal hinna, meintra áhugamanna um að reisa ferlíkið. Þessi leynd er afar tortryggileg svo ekki sé meira sagt.
Svo er þetta sjónarmið um að ,,horfa á málin í hnattrænu samhengi, olíuhreinsunarstöð/álver mengar alls staðar jafnmikið/skaðar umhverfið meira annars staðar vegna óumhverfisvænni framleiðslu, við - mannkynið, gefa menn til kynna með prestlegri andakt - komumst ekki af án þessa, einhvers staðar verða vondir að vera" o.s.frv.
Svo er þetta sjónarmið um að ,,horfa á málin í hnattrænu samhengi, olíuhreinsunarstöð/álver mengar alls staðar jafnmikið/skaðar umhverfið meira annars staðar vegna óumhverfisvænni framleiðslu, við - mannkynið, gefa menn til kynna með prestlegri andakt - komumst ekki af án þessa, einhvers staðar verða vondir að vera" o.s.frv.
Þetta hefur verið notað í álversumræðum á þann hátt að íslensk álver knúin af rafmagni frá ,,endurnýjanlegum orkugjöfum" séu hnattrænt séð æskilegri en kolaknúin álver annars staðar. Það kann vel að vera eitthvað til í þessu, á einhverju plani, en menn teygðu þetta sjónarmið ansi langt og reyndu að breiða yfir mjög mikið með því. Nú gengur þetta sama sjónarmið aftur ljósum logum með því að einhver einhver fundið upp á því að segja að við notum öll olíu og einhvers staðar verða vondir að vera, við getum ekki skorast undan okkar byrðum í þessum efnum o.s.frv.
Síðast í gær sá ég Pétur Blöndal í Íslandi í dag þylja þetta í belg og biðu upp eins og einhvers konar fermingarvers. Ég verð að segja að þá fannst mér taka steininn úr. Ég hélt að sá ágæti maður - ég meina þetta alls ekki í neinu háði, maðurinn hefur virst mér almennt séð skynsamur og vandaður - væri þeirrar lífsskoðunar að óhætt væri að flokka meðal sérhyggjumanna. Ekki alveg ,,hver er sjálfum sér næstur, guð hjálpar þeim sem hjálpar sjálfum sér o.s.frv." en alla vega þeim megin á vellinum.
En nú allt í einu eru einhverjar meintar hnattrænar skyldur á Íslendingum í að taka á okkur mengun og þungaiðnað fyrir heiminn? Ef þetta er prinsippafstaða hjá Pétri Blöndal og öðrum - töluvert minni spámönnum - sem þessu hafa haldið fram þá má kannski bara fagna því (svo aftur sé notað orðskrípi frá stjórnmálamönnum) þegar á allt er litið. Að minnsta kosti hefðu þá ýmsir ástæðu til að fagna.
Því það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við getum varla án mótsagnar sett okkur á þann háa hest að þykjast geta valið og hafnað að vild þegar kemur að því að axla byrðar fyrir heiminn.
Ef við viljum þá ekki vera ómerkingar orða okkar verðum við að byrja á að auka þróunaraðstoð landsins upp fyrir það algera lágmark sem við látum nú af hendi rakna. Þurfum að færa okkur töluvert framar á þeirri meri.
Svo er matarskortur í heiminum: hvílir ekki hnattræn skylda á okkur að opna fyrir frjálsan aðgang að fiskimiðunum fyrir sveltandi meðbræður okkar, hvaðan sem vera skal? Jafnvel lána þeim eitthvað af þessum bátum sem virðast vera til á landinu án þess að mega fiska.
Við skulum ekki gleyma útlendingamálum. Ísland er eitt lokaðasta land á byggðu bóli að því leyti, bæði fyrir flóttamönnum og öðrum innflytjendum. Í samræmi við hið nýuppfundna prinsipp eigum við að galopna dyrnar, ekki seinna en í gær. Leyfum lýðnum að koma til okkar, því að þeirra er íslenskt ríkisfang! Strjálbýlið hérna er líka margfalt meira en víðast annars staðar. Örfáar hræður á ferkílómeter - rétt rúmlega þrjár, líklega. Og öll þessi auðu hús úti á landi, er það ekki, eins og alltaf er verið að segja?
Ber okkur ekki líka skylda til að bjóða fram víðerni Íslands til að urða geislavirkan úrgang? Má ekki auðveldlega finna út með reikningi að það sé löngu tímabært að grafa slatta af úrani og plútóníum á fáförnum stað uppi á hálendi? Eða losa það í hafið. Varla þarf nokkuð annað en að líta með samanburðar- og hlutfallsgleraugum á heimsflatarmálið og aftur á strjálbýlið, hugsanlega líka á heilsufarsupplýsingar um kvilla af völdum geislavirkni til að þetta blasi við.
Fangelsi í Bandaríkjunum - og eflaust víðar - eru yfirfull og miklu stærra hlutfall fólks í fangelsi þar en hér. Var ekki að losna heil herstöð á Miðnesheiði? Við getum varla leyft okkur að setja á fót enn eitt þekkingarþorpið þegar svo stendur á. Svo er meira að segja nú þegar gaddavírsgirðing utan um svæðið og kontról póst við útganginn. Ef einhver er stressaður með að fá svona marga afbrotamenn inn í landið gætum við reynt að fá þarna fanga sem eru ekki of óstýrilátir. Ætli nýju bestu vinir okkar, einræðisstjórnin í Kína, væri ekki til í að úthýsa til okkar eitthvað af sínum pólitísku föngum? Þeir yrðu ábyggilega viðráðanlegri en krakkdíler úr Queens.
Svona mætti halda lengi áfram. Og ég er ekki einu sinni byrjaður að færa mig upp á skaftið í fáránleikanum, ef einhver hélt það, þó það væri kannski gaman að velta nokkrum slíkum hlutum upp.
Þetta er ný notkun á fræga höfðatölufrasanum, öfug í þetta sinn: nú er höfðatalan ekki notuð til að plástra þjóðarstoltið með misvelviðeigandi tölfræðisamanburði heldur til að koma brauðfótum undir þessa bábilju. Hún gerir út á einhvers konar órökrétt píslarvætti, manni verður helst hugsað til hugmyndarinnar um erfðasyndina. Henni er einungis - ég endurtek: einungis - ætlað að þjóna öðrum og alveg óskyldum hagsmunum, nefnilega því einu að finna einhverja leið, alveg sama hversu órökrétta, til að verja þessa vondu hugmynd. Svo treysta menn á eins og venjulega að ef þetta er kallað nógu hátt og nógu oft þá holi dropinn steininn o.s.frv.
En nú allt í einu eru einhverjar meintar hnattrænar skyldur á Íslendingum í að taka á okkur mengun og þungaiðnað fyrir heiminn? Ef þetta er prinsippafstaða hjá Pétri Blöndal og öðrum - töluvert minni spámönnum - sem þessu hafa haldið fram þá má kannski bara fagna því (svo aftur sé notað orðskrípi frá stjórnmálamönnum) þegar á allt er litið. Að minnsta kosti hefðu þá ýmsir ástæðu til að fagna.
Því það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við getum varla án mótsagnar sett okkur á þann háa hest að þykjast geta valið og hafnað að vild þegar kemur að því að axla byrðar fyrir heiminn.
Ef við viljum þá ekki vera ómerkingar orða okkar verðum við að byrja á að auka þróunaraðstoð landsins upp fyrir það algera lágmark sem við látum nú af hendi rakna. Þurfum að færa okkur töluvert framar á þeirri meri.
Svo er matarskortur í heiminum: hvílir ekki hnattræn skylda á okkur að opna fyrir frjálsan aðgang að fiskimiðunum fyrir sveltandi meðbræður okkar, hvaðan sem vera skal? Jafnvel lána þeim eitthvað af þessum bátum sem virðast vera til á landinu án þess að mega fiska.
Við skulum ekki gleyma útlendingamálum. Ísland er eitt lokaðasta land á byggðu bóli að því leyti, bæði fyrir flóttamönnum og öðrum innflytjendum. Í samræmi við hið nýuppfundna prinsipp eigum við að galopna dyrnar, ekki seinna en í gær. Leyfum lýðnum að koma til okkar, því að þeirra er íslenskt ríkisfang! Strjálbýlið hérna er líka margfalt meira en víðast annars staðar. Örfáar hræður á ferkílómeter - rétt rúmlega þrjár, líklega. Og öll þessi auðu hús úti á landi, er það ekki, eins og alltaf er verið að segja?
Ber okkur ekki líka skylda til að bjóða fram víðerni Íslands til að urða geislavirkan úrgang? Má ekki auðveldlega finna út með reikningi að það sé löngu tímabært að grafa slatta af úrani og plútóníum á fáförnum stað uppi á hálendi? Eða losa það í hafið. Varla þarf nokkuð annað en að líta með samanburðar- og hlutfallsgleraugum á heimsflatarmálið og aftur á strjálbýlið, hugsanlega líka á heilsufarsupplýsingar um kvilla af völdum geislavirkni til að þetta blasi við.
Fangelsi í Bandaríkjunum - og eflaust víðar - eru yfirfull og miklu stærra hlutfall fólks í fangelsi þar en hér. Var ekki að losna heil herstöð á Miðnesheiði? Við getum varla leyft okkur að setja á fót enn eitt þekkingarþorpið þegar svo stendur á. Svo er meira að segja nú þegar gaddavírsgirðing utan um svæðið og kontról póst við útganginn. Ef einhver er stressaður með að fá svona marga afbrotamenn inn í landið gætum við reynt að fá þarna fanga sem eru ekki of óstýrilátir. Ætli nýju bestu vinir okkar, einræðisstjórnin í Kína, væri ekki til í að úthýsa til okkar eitthvað af sínum pólitísku föngum? Þeir yrðu ábyggilega viðráðanlegri en krakkdíler úr Queens.
Svona mætti halda lengi áfram. Og ég er ekki einu sinni byrjaður að færa mig upp á skaftið í fáránleikanum, ef einhver hélt það, þó það væri kannski gaman að velta nokkrum slíkum hlutum upp.
Þetta er ný notkun á fræga höfðatölufrasanum, öfug í þetta sinn: nú er höfðatalan ekki notuð til að plástra þjóðarstoltið með misvelviðeigandi tölfræðisamanburði heldur til að koma brauðfótum undir þessa bábilju. Hún gerir út á einhvers konar órökrétt píslarvætti, manni verður helst hugsað til hugmyndarinnar um erfðasyndina. Henni er einungis - ég endurtek: einungis - ætlað að þjóna öðrum og alveg óskyldum hagsmunum, nefnilega því einu að finna einhverja leið, alveg sama hversu órökrétta, til að verja þessa vondu hugmynd. Svo treysta menn á eins og venjulega að ef þetta er kallað nógu hátt og nógu oft þá holi dropinn steininn o.s.frv.
Ég leyfi mér að fullyrða að enginn sem þetta segir heldur þessu fram í einlægni - það þarf ekki annað en að horfa á ferilskrá viðkomandi, hugsanlega flokkskírteini og afstöðu að öðru leyti í umhverfismálum - heldur er þetta bara hentifáni, falskt flagg, til að koma til leiðar öðru markmiði. Mikið óskaplegt kaldlyndi held ég að þurfi til að hafa sig í að halda þessu fram án þess að blikna.
Ég man reyndar ekki betur en umhverfisráðherra hafi svarað þessum röddum nokkuð vel og skörulega á þingi um daginn. Og þurfti nokkurn rögg til því að kappræðumenn og málaliðar eiga alltaf jafnauðvelt að sveipa sig skinhelgi með útúrsnúningum af þessum toga.
Með leyfi: þessi svokölluðu rök hljóma eins og eitthvað af málefnunum.com, innhringitímum í útvarpi eða aðsendum blaðagreinum - og þá af þeirri gerð sem eru, eða voru, settar við hliðina á myndasögunum í Mogganum.
Ég veit ekki af hverju en ég þegar ég hugsa um þetta svífur fyrir augum mér passamynd af kinnfiskasognum öldruðum manni með vatnsblá ufsaaugu og gisna burstaklippingu. Ég er ekki viss hvers vegna. Ég þyrfti kannski að leggjast á sófa hjá einhverjum og láta greina þetta samkvæmt kúnstarinnar reglum.
Ég man reyndar ekki betur en umhverfisráðherra hafi svarað þessum röddum nokkuð vel og skörulega á þingi um daginn. Og þurfti nokkurn rögg til því að kappræðumenn og málaliðar eiga alltaf jafnauðvelt að sveipa sig skinhelgi með útúrsnúningum af þessum toga.
Með leyfi: þessi svokölluðu rök hljóma eins og eitthvað af málefnunum.com, innhringitímum í útvarpi eða aðsendum blaðagreinum - og þá af þeirri gerð sem eru, eða voru, settar við hliðina á myndasögunum í Mogganum.
Ég veit ekki af hverju en ég þegar ég hugsa um þetta svífur fyrir augum mér passamynd af kinnfiskasognum öldruðum manni með vatnsblá ufsaaugu og gisna burstaklippingu. Ég er ekki viss hvers vegna. Ég þyrfti kannski að leggjast á sófa hjá einhverjum og láta greina þetta samkvæmt kúnstarinnar reglum.
Grundvallaratriðið er að þetta eru útúrsnúningar og hártoganir og engum til sóma sem étur þetta upp.
Sölvi snerti á öðru sem honum gekk voðalega illa að fá svar við: hann spurði hvort það væri forsvaranlegt að láta þetta malla í einhverju svona leynimakki í langan tíma því að ef það gengi nógu lengi stæðum við kannski frammi fyrir því að allir gerðu ráð fyrir að af þessu yrði og ákvörðunin tæki sig bara sjálf. Ég er reyndar nokkuð viss um það að einmitt þetta er stór hluti af leikskipulaginu hjá þeim sem vilja koma þessu á koppinn sama hvað. Ásamt einhvers konar klappliðsstemningu hjá sveitarstjórnarmönnum með merki erlends gjaldmiðils - ég bið lesendur að afsaka en nákvæmari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessu stigi málsins - í augunum.
Með klappliðinu - væri nær lagi að kalla þá klappstýrur? - finnast engar efasemdir um að peningar geti hugsanlega ekki réttlætt allar fórnir eða til séu aðrir hagsmunir sem geti vegið þyngra - eða vegi eitthvað yfirhöfuð. Hvað þá fínlegri og blæbrigðaríkari þankar á borð við það hvernig þjóðfélag við viljum skapa hér til framtíðar, hvernig við viljum vera og hvað við viljum standa fyrir. Mér er til efs að þessir menn hafi jafnvel hugsað sér að selja sig - og okkur auðvitað með, gleymum því alls ekki - sérstaklega dýrt, hvað þá meira. Svo þykjast þeir geta komist upp með að segja bara fimmaurabrandara um framlegðarlausa fjallasýn á milli þess sem þeir þylja samviskusamlega hræðsluáróður um að fjórðungnum sé að blæða út og hálfkveðnar vísur um að það verði ,,að gera eitthvað".
Svörin við þessari spurningu Sölva voru mjög loðin, gengu mest út á það að ,,málið væri á sveitarstjórnarstiginu", að ,,Alþingi hefði ekki stjórntækin lengur" - sem má vel vera satt að einhverju leyti - og svo framvegis. En á meðan á iðnaðarráðuneytið þá ekki að vera að styrkja forvinnuna - eða hvað sem er svo sem verið að gera, það veit það enginn - um milljónir, eins og fram kom að gert hefði verið.
Það þarf skýra prinsippafstöðu frá stjórnvöldum um þessi mál sem allra fyrst. Þá á ég við ríkisstjórn og Alþingi og þá sem þessar stofnanir skipa. Þar treysti ég á allt gott og skynsamt fólk en kannski helst á þá sem trommuðu upp með slagorð á borð við Fagra Ísland þegar reiptogið stóð sem hæst um atkvæðin fyrir aðeins tæpu ári síðan. Ég reyndar held að margir á þessum vettvangi hafi verið að reyna að segja þetta á nærgætinn hátt og óbeint - að þetta séu einfaldlega óraunhæfar hugmyndir og loftkastalar, og þá í þeim skilningi ef hægt er að hugsa sér austurþýska kassablokk eða ámóta óskapnað sem loftkastala.
Ég vona að þetta sé réttur skilningur. Ef svo er mega læðupokarnir sem plotta um þetta halda áfram að fremja sitt gjamm og glamur og spúa sínu súra galli mín vegna.
En svo haninn gali þrisvar við dæmum úr tuggubók stjórnmálamannsins, þá harma ég - þó ég springi seint eins og ekkjurnar í ævintýrunum - segi og skrifa harma að enn skuli finnast fólk á Íslandi sem er eða þykist vera áfram um að hér rísi olíuhreinsunarstöð og sem rekur ómerkilegan á- og undirróður fyrir þeirri forneskju og glapræði.
Svörin við þessari spurningu Sölva voru mjög loðin, gengu mest út á það að ,,málið væri á sveitarstjórnarstiginu", að ,,Alþingi hefði ekki stjórntækin lengur" - sem má vel vera satt að einhverju leyti - og svo framvegis. En á meðan á iðnaðarráðuneytið þá ekki að vera að styrkja forvinnuna - eða hvað sem er svo sem verið að gera, það veit það enginn - um milljónir, eins og fram kom að gert hefði verið.
Það þarf skýra prinsippafstöðu frá stjórnvöldum um þessi mál sem allra fyrst. Þá á ég við ríkisstjórn og Alþingi og þá sem þessar stofnanir skipa. Þar treysti ég á allt gott og skynsamt fólk en kannski helst á þá sem trommuðu upp með slagorð á borð við Fagra Ísland þegar reiptogið stóð sem hæst um atkvæðin fyrir aðeins tæpu ári síðan. Ég reyndar held að margir á þessum vettvangi hafi verið að reyna að segja þetta á nærgætinn hátt og óbeint - að þetta séu einfaldlega óraunhæfar hugmyndir og loftkastalar, og þá í þeim skilningi ef hægt er að hugsa sér austurþýska kassablokk eða ámóta óskapnað sem loftkastala.
Ég vona að þetta sé réttur skilningur. Ef svo er mega læðupokarnir sem plotta um þetta halda áfram að fremja sitt gjamm og glamur og spúa sínu súra galli mín vegna.
En svo haninn gali þrisvar við dæmum úr tuggubók stjórnmálamannsins, þá harma ég - þó ég springi seint eins og ekkjurnar í ævintýrunum - segi og skrifa harma að enn skuli finnast fólk á Íslandi sem er eða þykist vera áfram um að hér rísi olíuhreinsunarstöð og sem rekur ómerkilegan á- og undirróður fyrir þeirri forneskju og glapræði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli