(Stutt, og að þessu sinni frekar þokukennd, færsla um íslensku. Ég vona að úr verði sería. Það kemur í ljós þegar og ef Orðakleppur II birtist. Og að nýir orðakleppar komi hér fram meðan ég held þræði og kunnátta mín í rómverskum tölum endist.)
Þetta viðtal við fyrrverandi fegurðardrottinguna (það er annars áhugavert hugtak af ýmsum ástæðum og kannski verðugt viðfangsefni síðar) hófst með einhverjum lágkúrulegum - í skilningi Þórbergs - hætti sem kallaði fram heimsendaspámanninn fyrir hönd tungumálsins innra með mér.
En ég man bara ekki lengur hvernig þessi fyrsta setning var sem kveikti með mér heimsósómann. Ég kannski bæti því við ef ég man eftir að fletta þessu upp.
---
PS: Líkt og kemur fram í athugasemd hér fyrir neðan var upphafið á viðtalinu: ,,Það er að taka fjölskylduna tíma að koma sér fyrir í Bolton."
Ég segi bara eins og í talblöðrunum í Andrés-blöðunum: Stuna!
Dæmin um þetta orðalag eru reyndar legíó - eins og Árni Matt myndi segja - bæði í skrifuðu og töluðu máli núorðið. Ég held ég gangi bara alla leið hér í mínu meinhorni og kalli þetta hvimleitt, svo ekki sé fastar að orði kveðið - jafnvel plagsið!
Svo er til afbrigði af þessu sem oft sést í fyrirsögnum. Þá gengur þetta svo langt að sögninni að vera er sleppt og úr verður eitthvað á borð við:
Í athugasemdunum hér fyrir neðan hefur Eirik vinur minn lagt út af þessu.
Er hægt að enda Orðakleppinn öðruvísi en á þessum orðum:
Góðar stundir.
Þetta viðtal við fyrrverandi fegurðardrottinguna (það er annars áhugavert hugtak af ýmsum ástæðum og kannski verðugt viðfangsefni síðar) hófst með einhverjum lágkúrulegum - í skilningi Þórbergs - hætti sem kallaði fram heimsendaspámanninn fyrir hönd tungumálsins innra með mér.
En ég man bara ekki lengur hvernig þessi fyrsta setning var sem kveikti með mér heimsósómann. Ég kannski bæti því við ef ég man eftir að fletta þessu upp.
---
PS: Líkt og kemur fram í athugasemd hér fyrir neðan var upphafið á viðtalinu: ,,Það er að taka fjölskylduna tíma að koma sér fyrir í Bolton."
Ég segi bara eins og í talblöðrunum í Andrés-blöðunum: Stuna!
Dæmin um þetta orðalag eru reyndar legíó - eins og Árni Matt myndi segja - bæði í skrifuðu og töluðu máli núorðið. Ég held ég gangi bara alla leið hér í mínu meinhorni og kalli þetta hvimleitt, svo ekki sé fastar að orði kveðið - jafnvel plagsið!
Svo er til afbrigði af þessu sem oft sést í fyrirsögnum. Þá gengur þetta svo langt að sögninni að vera er sleppt og úr verður eitthvað á borð við:
Að veiðast vel í Laxáeða
KR að spila vel í deildinniÞarna glatast öll merking í raun, það sést að minnsta kosti ef maður les þetta hægt og hugsar málið aðeins, og þetta verður eitthvað annað en venjuleg íslenska. Ég skrifaði einu sinni nett meinhorns-bréf til ritstjóra veiðisíðu sem ég les oft á netinu þegar svona fyrirsagnir voru orðnar frekar regla en undantekning þar. Vona að ég hafi ekki virst vera of mikill kverúlant en mér þykir þetta bara skipta máli og finnst allt í lagi að vera opinskár með það. Bréfið var líka mjög pent og bréfaskipti okkar í kjölfarið í mestu vinsemd. En þetta orðalag ríður þarna röftum ennþá.
Í athugasemdunum hér fyrir neðan hefur Eirik vinur minn lagt út af þessu.
Er hægt að enda Orðakleppinn öðruvísi en á þessum orðum:
Góðar stundir.
2 ummæli:
"Það er að taka fjölskylduna tíma að koma sér fyrir í Bolton".
Þú bara bloggar og bloggar eins og vindurinn.
Ég er að halda að þessi færsla sé að brjóta blað í sögu íslensks bloggs fyrir það að vera ekki um neitt og vera að meina það. Ég er ekki að geta ímyndað mér hversu skemmtanagildi hennar væri miklu minna ef þú hefðir verið að muna það sem þú varst að ætla þér að blogga um. Big up!
Skrifa ummæli