mánudagur, 10. mars 2008

Fátt er svo með öllu illt...

Það er frétt inni á Eyjunni um bandamann John McCain sem situr í súpunni samkvæmt fyrirsögninni vegna umfangsmikilla fjársvika. Svo les maður fréttina og sér að... tja, getur maður sagt að maðurinn eigi sér töluverðar málsbætur, eins og komist er að orði í dómum?

Samkvæmt nýjustu fréttum í þessu máli á Renzi að hafa stolið 400.000 dollurum frá 50 félagasamtökum sem berjast gegn fóstureyðingum.

Ætli maðurinn sé einhvers konar Trójuhestur demókrata eða lýðréttindasamtaka, sendur inn til að eyðileggja fyrir Pro Life-liðinu?

Afgangurinn af fréttinni dregur að vísu aðeins úr líkindum á því - til þess er náunginn einfaldlega greinilega of slímugur og vafasamur - en það er gaman að velta fyrir sér möguleikanum á kreatívri pólítík sem þessari.

Líklega samt bara ef nettóniðurstaðan er manni að skapi.

Engin ummæli: